Góð könnun en mig langar aðeins að útskýra hvað efnin, sem koma fram í könnuninni, gera.
Fyrst er nefnt Glútamín sem er aðal amínósýran í vöðvavefnum. Hún gegnir miklu hlutverki í efnaskiptum próteina, stækkun vöðvafruma og kemur í veg fyrir niðurbroti á vöðvum.
Langar að benda ykkur á CitoVol frá EAS en það inniheldur mikið af glútamíni ásamt andoxunarefnum, vítamínum, steinefnum o.fl. amínósýrum.
Á eftir Glútamíninu er nefnt kreatín sem er án efa eitt besta efnið til vöðvauppbyggingar. kreatín eykur vöðvastærð og styrk og flýtir endurbata. Fólk þyngist eilítið við notkun kreatíns en það er í formi vatns sem fer inní vöðvana en ekki undir húðina.
Þriðja efnið er Taurine sem bætir efnaskipti og rými vöðvafruma og finnst m.a. í Myoplex frá EAS.
Fjórða efnið er HMB (beta-hýdroxý-beta-methýlbútýrat), það m.a. eykur fitusnauðan líkamsmassa ásamt því að hindra niðurbrot próteina. hægt að fá hreynt og í kreatín blöndu frá EAS sem nefnist Betagen.
Fimmta efnið í könnuninni er Whey prótein eða mysu prótein sem er besta próteinið sem þú færð. Það er nauðsynlegt að líkaminn fái nóg af próteini yfir daginn, allt frá 1,2 gr - 2 gr á hvert líkamskíló eftir þvi hvert markmiðið er.
Í lyftingum brjótum við niður vöðvana og þurfum prótein til að byggja þá upp aftur.
Vona að þetta hafi gagnast einhverjum, takk fyrir mig :)