Ég á föður sem kominn er yfir fimmtugsaldurinn, heilsulaus (óvirkur alkóhólisti), hefur ekki snert áfengi í mörg ár, en
tók uppá því að fara að nota kókaín. Hann er búinn að lenda
inná spítala útaf neyslu sinni, (tengdist þó lítilli aðgerð)
hann er kominn í mikla fjárhagskragga, lítur vægast sagt mjög
illa út, og er orðinn alvarlega ánetjaður, en er ekki að fatta hvað hann er að gera sér og sínum.
Hann fékkst loks til þess að fara í meðferð um daginn en rauk út eftir 6 klst.
Hann rekur fyrirtæki sem hann er að klúðra, hann er búinn að ýta öllum frá sér nema mér og kærustunni. Hann er búinn að hitta ráðgjafa hjá SÁÁ og þau ræddu málin en hann er ekkert byrjaður að gera, og er að líða á þriðju vikuna núna.
Ég hef tekið mig til og farið á fundi hjá Al-Anon og þeir hjálpa MÉR, en ekki honum, sem mér finnst aðalmálið!
Hvað á ég að gera til þess að gera honum grein fyrir því hvernig hann er staddur? Ég get bara ekki hugsað mér að láta hann fara
á botninn einsog sumir segja að sé einmitt það sem þurfi að koma fyrir, svo hann sjái að sér.
Maður heyrir um svo mörg sjálfsmorð hjá fíkniefnaneytendum
þegar þau koma úr meðferð og fatta að þau eru búin að spila öllu frá sér.
Einhver sem hefur svipaða reynslu og ég, mætti endilega senda mér skilaboð hér
í skilaboðaskjóðuna og gefa mér góð ráð. Öll ráð tekin með fegins hendi.
Ein niðurbrotin.
P.s. Þeir sem ætla að skrifa comment sem á að vera fyndið eða fáránlegt, vinsamlega sleppið því, því þetta er alvarlegt mál. Takk.