Kjöt vs. Grænmeti Ég fann bækling frá PETA (People for the Ethical Treament of Animals) og ég var glaður þegar ég fann út að hann var ókeypis. Þessi bæklingur um kostina við það að gerast grænmetisæta. Þetta var eins konar byrjendafræðsla. Ég er buinn að lesa mikið af þessu, ef ekki allt, og ætla ég að deila með ykkur nokkrum staðreyndum og fjalla aðeins um kosti og galla að vera grænmetisæta því mér finnst að fólk þurfi að vera meira meðvitað um hvað það er að borða.


Sjúkdómshætta

Það fyrsta sem ég tók eftir var sannleikurinn um mjólk (frá augum grænmetisæta) og samkvæmt þessu þá einfladlega passar það ekki fólki að drekka mjólk vegna þess að hún er ekki gerð fyrir okkur, heldur er þessi mjólk fyrir kálfa/kvígur sem hafa fjóra maga og þurfa að tvöfalda þyngd sína á einum og hálfum mánuði og þyngjast um 400 kíló á einu ári. Hvernig getur þetta verið hollt fyrir fólk?
Ég geri mér grein fyrir því að hópur næringafræðinga er klofinn í tvennt eftir því hvað þeir halda fram að sé hollt, en þessar staðreyndir um mjólk komu mér á óvart.
Bæklingurinn og heimasíðan segja að mjólk hefur oft verið tengd við hjartasjúkdóma, nokkrar tegundir krabbmeins, sykursýki og, það sem mér kom mest á óvart, mjólk getur valdið beinþynningu (osteoporosis), sem mig minnir að sé alltaf sagt að eigi að hindra. Til sönnunar þá er beinþynning mest þar sem mjólk er mest drukkin, eins og vesturlöndin og Evrópa. Þetta vandamál er ekki til í Kína og Japan (svo einhver lönd séu nefnd).
Og próteinið í mjólkinni veldur því að kalkið í mjólkinni nýtist ekki, heldur fer út úr líkamanum. Sum ykkar pælið í því af hverju prótein er vandamál, miðað við hollustu þess, en vandamálið í vestrænu samfélagi er einfaldlega of mikil próteinneysla.
Síðan þarf ég ekki að nefna skaðsemi kólesteróls. Ég læt þetta nægja af sjúkdómum.


Meðferðin á dýrunum sem við borðum.

Ég veit ekki hvort þetta eigi við um íslenskan kjötiðnað, en þetta er í nágrannalöndum okkar, t.d. Bretlandi.
Til að framleiða mjólk þarf að gera kúna ólétta (eða hvað sem það er kallað um kýr) en með aukinni kúarækt getur kýrin núna framleitt allt að 12 sinnum meira magn en þarf fyrir kálfinn. Og einmitt útaf þessu leiðir þar af að að spenarnir eru bógnir og eiga á hættu að verða fyrir sýkingu, en það kemur fyrir þriðjung kúa í Bretlandi.
Síðan eru þessar kýr gervifrjógaðar á meðan þær eru ennþá að framleiða mjólka sem gerir þær þunnar á sársaukafullan hátt. Og þegar kemur að því að bera, þá eru kálfarnir aðskildir frá mæðrum sínum innan 24 tíma frá fæðingu. ímyndið ykkur áfallið. Kvígurnar (kvenkynskálfar) eru síðan settar mep hinum nautgripunum, en kálfarnir (karlkyns) eru álitnir gagnslausir og skotnir nokkrum dögum eftir fæðingu.
Þá langar mig núna að fjalla um slátrun í sem stysta máli. Hænsn eru reytt á meðan þau eru ennþá að lífi, svín, nautgripir, kindur, hænsn og feliri húsdýr eru slátruð á þann veg að þau eru hengd upp á hvolfi og skorin á háls og látin blæða til dauða á meðan þau eru ennþá í fullri meðvitund. Þau eru síðan ennþá við meðvitund þegar blóðið er að vætla útúr þeim.Tíminn sem tekur þessi dýr að blæða er samkvæmt rannsóknarmönnum, allt of langur, auk þess að tækin sem eru notuð til að slátra þessi dýr standast oft ekki þá staðla sem eru í þessum iðnaði.
Og þið sem haldið að þetta eigi ekki við um fiska, þá er það rangt. Líffræðilega þá er sársaukakerfið í fiskum svo til það sama og í fuglum og spendýrum. Fiskar eru dregnir af sjónum með netum og það veldur því að líffærin inní þeim verða fyrir rosalegum þrýstingi sem rífur sunfitin, ýtir maganum á þeim út um munnin á þeim og ýtir augunum út um tóftirnar. Og þetta er ekki nóg, þau þurfa líka að upplifa köfnun og margir fiskar eru ennþá á lífi þegar þau eru skorin frá hálsi og niður vömbina.



Jörðin vs. Kjöt

Af öllu ræktarlandinu í Bretlandi (og þetta getur átti við um flest lönd) er 90% þess notað til að rækta húsdýr til fæðu, og ennþá skortir okkur mat, þannig að við þurfum að flytja inn kjöt frá löndum sem geta sjaldan framfleytt sér.
Ef við berum saman mismunandi afurðir á 10 hekturum lands. Þá er niðurstaðan sú að á 10 hekturum geturðu framleitt kjöt sem getur fætt tvær manneskjur, en ef það væri maís þá gætirðu fætt 10 manns, ef það væri hrísgrjón myndi talan hækka uppí 24 manneskjur og ef sojabaunir væru ræktaðar á 10 hektara svæði fengjum við mat sem gæti fætt 64 manns.
Það býður síðan upp á meiri mengun að rækta kjöt í svona miklum mæli, vegna þess að það þarf að fella niður skóga og síðan árið 1950 þá hefur helmingur af öllum regnskógum heimsins verið eyðilagður. Aðeins 6-7 árum eftir að búið er að höggva tré á ákveðnu svæði, er moldin orðin svo ónýt að gras getur ekki gróið þar.
Og það sem verst er, afurðunum er dreif MJÖG ójafnt. Á meðan 40 milljón tonn matar gætu eytt alvarlegustu hungursneyðinni í heiminum, þá er hvorki meira né minna en 540 milljón tonn matar gefin húsdýrum í hinum vestræna heimi ári hverju. Allir nautgripir heimsins hafa nógu mikið af kaloríum til að næra 8,7 milljarða íbúa, meira en allir íbúar jarðarinnar í dag.


Mataræði grænmetisætu.

Það er alveg rangt að halda því fram að það eina sem grænmetisætur borða er baunaspírur og gulrætur. Núna í dag er hægt að velja úr gríðarlegu úrvali og hægt að gera endalaust af einhverju nýju í eldhúsinu með svoleiðis hráefni. Það er núna til sojakjöt, sem þýðir að þeir sem eru veikir fyrir kjötbragðið, þurfa ekki að sakna þess þótt þeir gerist grænmetisætur. Síðan er til fullt af góðum ís (hef smakkað hann) og hann bragðast alveg eins. Ostur getur ennþá verið á boðstólum, og hann er hollari þar sem hann hefur ekki að geyma kólesteról. Og það er líka hægt að elda hann eins og þú vilt, grilla, steikja, sjóða………………


Mín niðurstaða

Sem kjötæta, fannst mér það áfall að sjá hversu mikið þetta mataræði eyðileggur. Og það að mikið af þessu kjöti er hvort eð er frekar óhollt, þá sé ég ekki ástæðu tilað vera kjötæta lengur. Annars þá hlýtur að vera eitthvað sem þeir gleyma að segja, svo sem staðreyndin að líkaminn á erfiðara með að melta grænmeti sem gerir það að verkum að meiri gasmyndun verður í líkama grænmetisætu, en ekki er allt fullkomið, og miðað við þessar upplýsingar þá ætla ég að gerast grænmetisæta strax og ég get séð fyrir mér sjálfum (ég meina, ég borða náttúrulega það sem foreldrar mínir matreiða, ég er ekkert matvandur).

Vona að þetta hafi verið jafn fræðandi fyrir ykkur og þetta var fyrir mig.

Weedy

Heimildir: <a href="http://www.peta.org">Peta.org</a