Ef þið vilduð vera svo væn að hjálpa mér þá þætti mér ákaflega vænt um það.
Þannig er mál með vexti að ég varð veik viku fyrir jól og er ennþá ekki búin að jafna mig svo ég fór til læknis og hann skrifaði uppá sýklalyf handa mér og er þetta í fyrsta sinn á 26 ára æfi minni sem ég tek inn sýklalyf. En núna er ég gjörsamlega að farast úr ofnæmisútbrotum. Segið mér er hægt að kæla þau niður eða deyfa kláðann og hitann einhvern veginn.
Ef þið hafið lent í svona og kunnið einhver ráð þætti mér vænt um að fá að heyra af þeim.
Þar sem að lítið sem ekkert er að gerast á korkunum sendi ég þetta inn sem grein þið fyrirgefið.
En ég er gjörsamlega að farast hérna.
Með mikilli fyrirfram þökk.
Krusindull