Margir spyrja mig að því hvernig best sé að brenna fitu og hvaða tæki virki nú best.
Aðalatriðið er að ná púlsinum vel upp, 65-80% af hámarkspúls er góður brennslupúls, hægt er að kaupa púlsmæli í öllum helstu líkamsræktarverslunum.
Stigavélinn er mjög góð til að nota við brennslu en þá verður líka að nota hana rétt. Það er allt of algengt að sjá fólk taka pínulítil skref og stígur svo af vélinni alveg handvisst um það að hafa verið að taka þvílíkt vel á því. Það er bara ekki rétt því að á stigavél er mikilvægt að taka djúp skref, þá notum við flesta vöðvana og eftir því sem við notum fleiri vöðva þeim mun meiri brennsla.
Á hjólinu er líka mikilvægt að fá góða mótstöðu, ekki bara létta stillingu og missa okkur svo í sjónvarpið sem e.t.v. er fyrir framan okkur, leggjum soldið á okkur, meiri mótstaða= meira erfiði= fleiri vöðvar notaðir= meiri brennsla :)
Hlaupabrettið: ekki hanga á sama hraðanum!!! byrjaðu rólega en auktu svo hraðann eða hallann. t.d. labba í eina mínútu, skokka í 2 mínútur, spretta í eina mínútu o.s.frv.
Eyðum ekki tímanum okkar í ræktinni, tökum vel á því og munum að við uppskerum það sem við sáum!!
kveðja Poco!