Sælt veri fólkið.
Nú er ég eins og svo fjölmargir landar okkar sem hef safnað heldur of miklu
geysmlurými :)
Ég veit fullkomlega hvað ég geri rangt, ég borða ekki rétt og ég hreyfi mig
of lítið, ég þarf enga snillinga til að segja mér það. Ég tel mig nokkuð
fróðan miðað við Pétur og Pál um hvernig ég “eigi” að hátta matarræðinu
og líkamsræktinni. Líkt og svo margir aðrir tek ég mér tak reglulega mæti í
ræktina voða duglegur, passa matarræðið, allta gengur voðalega vel…
þar til að einn daginn er fundur eftir vinnu svo ég sleppi æfingu, daginn
eftir bara verð ég að gera eitthvað… þið vitið eflaust hvert ég er að fara
með þetta. … Eftir góðan mánuð lætur maður bugast af hreinum aulaskap
og leti.
Best væri líklega ef ég fyndi einhvern með mér í þetta sprikl mitt en það
sem það hefur ekki gengið hingað til þá er það næsta besta líklega að
mæta á stað þar sem manni er veitt aðhald, þá á ég ekki við eitthvað
sterabunkt sem hjálpar manni að lyfta og rukkar þig svo um 35 þús. kall á
mánuði. Ég er að leita að einhverjum stað þar sem veitt er aðhald í formi
viktunar, aðstoðað við prógramið reglulega, fylgst með árangri, bent á
hvað eigi að gera betur osfrv. Eins og ég segði þá á ég ekki við þessa
Einkaþjálfun þar sem einhver “æfir með þér” 2-3 í viku.
Getur einhver bent mér á lausn á þessu ráfi mínu?