Mér finnst ég vera alveg ein í heiminum (sem er ekki satt, ég á bestu mömmu í heimi sem hjálpar mér með allt) T.d. ég er að læra og er að horfa á sjónvarpið og fæ þessa tilfinningu, eins og það sé bara stórt svarthol í kringum mig svo enginn kemst til mín. Svo þegar ég sé hníf eða rakvélarblað finnst mér eins og ég verði bara að prófa að stinga mig. En svo verð ég hrædd og þori því ekki. Ég er alveg vinsæl og allt það og mér líður vel í skóla og foreldrar mínir eru rosa góðir svo ég skil ekki af hverju mér líður svona. En ég var örugglega þunglynd í fyrra vegna þess að ég var í hryllilegasta bekk veraldar. En það lagaðist allt í sumar.
Getur einhver sagt mér hvað þetta er og hvernig ég gæti kannski lagað þetta??
P.S. ég sendi þetta á þetta áhugamál því að það er ekkert annað sem mér datt í hug.
Plís látið mig vita ef þið vitið eitthvað um þetta…..
uhh ha?