Hver vill ekki vera flottur á sundfötum í sumar :) Munið bara að maður uppsker eins og maður sáir þannig að þeir sem ætla að vera flottir skulu ekki bíða eftir því að það gerist heldur leggja sitt af mörkunum og láta það gerast :) Það er auðvitað hægt að gera eins og margir og fara á líkamsræktarstöð og púla þar, en það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum. Hví þá ekki að nota náttúruna okkar, fara og synda, út að ganga/skokka t.d. í elliðarárdalnum eða auðvitað bara hvar sem er ;) Ganga á esjuna, ágætis áskorun, ekki satt? :)
Það er svo margt sem við getum gert og ættum að gera þó ekki nema bara fyrir heilsuna og andlegan líðan okkar. Líkamsrækt á nefnilega ekki að einskorðast við það að grennast, t.d. er auðveldlega hægt að vera í toppformi þó að viðkomandi sé ekki tágrannur. Þó er allt of mikið um það að fólk píni sig í ræktina afþví að það vill missa nokkur kg en gefst svo upp afþví að það missti ekki 5 kg í gær. Gleymum ekki andlegu hliðinni okkar og þeirri staðreynd að manni líður súper vel eftir af hafa farið og hreyft sig soldið :)
gleðilegt sumar.