Það er alveg ótrúlegt hvað margir halda að það að stunda líkamsrækt steli bara frá manni alla orku og maður bara myndi varla lifa daginn af ef maður myndi byrja hann á að stunda líkamsrækt. Málið er að það er nefnilega alveg öfugt. Ok, nú trúir mér enginn, hehe, nema þeir sem hafa prufað þetta. Þannig er nefnilega að ef þú stundar líkamsrækt 3-5 sinnum í viku (sem er algert lágmark) þá verður þú mikið hressasri og kemur meiru í verk yfir daginn. Ef þú er vön/vanur að þurfa að leggja þig yfir miðjan daginn þá gæti verið að þú myndir “losna” við að þurfa þess. Meira að segja ef þú mætir í ræktina kl 6 um morguninn, þá þíðir það ekkert annað en góður dagur. Mæli samt með því að ekki sé farið seint að sofa kvöldið áður :)
svo er nú alveg ótrúlegt hvað líkamsrækt gerir fyrir andlegu hliðina okkar, veit um marga sem sennilega myndu missa geðheilsuna ef þeir hefur ekki ræktina :)
Þegar kemur að því að stunda líkamsrækt, hvort sem markmiðið er að byggja upp vöðva eða brenna fitu, skal hafa í huga að þetta má ekki vera kvöð. Þetta á að vera skemmtilega og vera bara inní dagsprógraminu. mig langar að benda ykkur á bókina sem Oprah Winfrey skrifaði ásamt einkaþjálfaranum sínum. Þar er megrunar saga Opruh rakin, og hún hefur nú aldeilis prufað margt. En það sem kom mest við mig með lestur þessarar bókar var það hve vel er farið inná andlega þáttinn, endilega kíkið á það :)
![](/hstatic/images/avatars/hugi_haus_grar_b_140x140.png)