Það er gaman að sjá hvernig umræðan um nýja Subaru Impreza stefnir hér á bæ. Það er því augljóst að ef gamli Scooby var goðið þegar kom að krafti og aksturseiginleikum fyrir peninginn þá er kominn tími til að velja nýjan konung geirans.
Það er augljóst (ef maður er ekki MMC EVO fan, en þá varstu hvort sem er ósammála upphafi greinarinnar) af minni hálfu að næsti bíllinn í þessum geira verða komandi heitu Ford Focus bílarnir. Ford Focus RS mun koma bráðlega á markaðinn í Bretlandi og mun hann státa af ca. 220 hp og örlítið breyttu útliti. Framsvuntan er ný, með snyrtilegu en agressive lúkki sem kemur til að nú þarf að hýsa intercooler þarna. Brettin verða aðeins víðari, ekkert groddalegt en sýnir þó að þessi Focus hafi borðað sterana sem bíllinn hennar mömmu fékk ekki. Þetta er svo toppað með litlum og nettum spoiler fyrir ofan afturrúðu (hann er að sjálfsögðu 3ja dyra). Ég get vottað fyrir það að bíllinn lítur glæsilega út, minn verður að vera svona Ford blár!
Spurning er bara hvernig verður að keyra gripinn? Ég efast ekki um að hann eigi eftir að vera ofarlega á blaði hvað aksturseiginleika varðar þótt að RS útfærslan verði bara framdrifin. Ford með Parry-Jones í fararbroddi hafa reynst manna fremstir í því að gera framdrifsbíla sem virka (Honda og Peugeot virðast vera að missa þráðinn). Sjálfur hef ég keyrt KA, Fiesta, Focus (1.6 & 2.0) og Puma 1.4 og voru þeir allir framarlega í sínum flokki hvað varðaði aksturseiginleika. Puman sérstaklega hefur undursamlega aksturseiginleika og vantaði ekkert í bílinn sem ég prófaði nema vél til að gera honum skil, semsagt 1.7!
Seinna mun koma Cosworth útgáfa af Focus og sú verður fjórhjóladrifin og líklegast í kringum 300hp. Þá vantar manni bara límmiðana til að fara að leika Colin McRae í kringum Hafravatn!