Ofát
Það er eitt sem ég bara skil alls ekki, það eru matarvenjur fólks yfir hátíðarnar. Nú eru jólin yfirstaðin(guði sé lof,segi ég) og fólk búið að troða sig út af áti. Ég meina, þetta er ekki heilbrigt. Það kom meira að segja fram í fréttunum að fólk hefði þurft að leita læknis vegna ofáts……spáið í þetta. Að gera sjálfum sér þetta. Ég reyni að gæta mér hófs í matarræði bæði daglega og um jólin líka. Þessi jól var það eins, ég gætti mín á því að troða ekki í mig þar til mér var illt og fólk bara hreinlega skildi ekkert í mér….að ég skuli ekki borða meira, og bla, bla, bla!! En ég bara skil ekki hvað fólki finnst gott við það að borða og borða þar til því verður illt. Og ég varð vitni af því hjá mörgum þessi jól að þeir veinuðu liggur við af vanlíðan eftir að hafa borðað yfir sig! Ok, jólamaturinn er góður og allt það, en halló?? Og svo segja allir æ, þetta er nú bara einusinni á ári og maður á að njóta þess….ég get bara ekki séð það, hvað er svona notalegt við það að vera afvelta af ofáti! Og svo tútnar fólk út af öllum þessum salta og feita mat! Og það eru dæmi þess að fólk sé kanski að bæta á sig 4-5 kg á þessari rúmu viku sem aðal hátíðin stendur yfir. Þetta getur ekki verið gott fyrir líkamann. En þetta er auðvitað bara fíkn og spurning um sjálfsaga og sjálfsstjórn.