Ég get ekkert bara skilið vinkonur mínar eftir og sagt ég nenni ekki að vera með ykkur reykingapakk, ég meina ég er aðeins meiri vinkona en það, Okey skiljið þið vandann?
Ég hef ekki prófað að reykja og það er ekkert að heilla mig neitt upp úr skónum, ég meina mér finnst ekkert töff að fara út í -21°c frost og snjó og hvassvirði til þess eins að stytta lífið, ég meina ég er aðeins meira virði en það. Ég er ekki að niðurlægja vinkonur mínar ef þú skilur það þannig, og ekki að segja að reykingafólk sé einhvað slæmt heldur bara að segja að þeir hafi tekið vitlausa ákvörðun þegar þeim var boðinn fyrsti smókurinn, ég meina vinkonu minni var boðið að reykja fyrst af fyrrverandi kærastanum sínum í 7unda bekk hann var þá í 9unda bekk, hún sagði við mig váá prufaðu þú verður ekkert háð strax en ég sagði NEI, en hennar hugsun var eftir þetta ég get prufað einu sinni enn ég verð ekkert háð strax, en að endanum þá fór það þannig og núna þá reykir hún eins og stompur.
Ég og voinkona mín sem reykir ekki við erum að reyna að brugga einhver ráð en það er ekkert sem virkar á þessar stelpur, svo heyrði ég líka í útvarpinu að 6% unglinga á Íslandi reyktu sem er alltof há tala!
3 ráð til að auka möguleikana að lifa lengur!
1. Sleppa því að fikta
2. Vera reyklaus
3. Hugsa áður en þú svarar!
getið þið ráðlagt mér einhvað til að láta vinkonu mína hætta?
-Það er ljótt fólk sem heldur fram að fegurðin komi innan frá