Hæhæ, ég vil benda á að þetta er ekki endilega mín afstæða til efedríns heldur grein sem ég fann sem ég ákvað að leifa ykkur að lesa:


Niðurstaða rannsóknar á efedríni dregur úr gildi hræðsluáróðurs:

Hér á landi hefur verið talsvert fjaðrafok vegna umræðu um efedrín. Í nýlegri könnun kom í ljós að hátt hlutfall íþróttamanna virðist nota efedrín og hafa íþróttayfirvöld haft af þessu miklar áhyggjur auk þess sem fjöldi postula hafa komið fram í fjölmiðlum og slegið sig til riddara með því að bölva því á ýmsa lund og jafnvel gagnrýnt fjölmiðla fyrir að fjalla um málið. Skemmst er að minnast þess að Fitnessfréttir sættu gagnrýni fyrir að yfirleitt velta upp þeirri spurningu hvort ástæða væri til að leyfa þetta umdeilda efni.

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur verið á nornaveiðum þegar efedrín er annars vegar og lagt sig fram um að fá þetta vinsæla efni bannað. Flest íþróttasamtök hafa látið undan þrýstingi frá Matvæla- og lyfjaeftirlitinu og bannað efnið innan sinna raða. Talið er að minnst 12 milljónir Bandaríkjamanna noti efnið reglulega til þess að halda aukakílóunum í skefjum og hafa bætiefnaframleiðendur sem og ýmis samtök sem aðhyllast náttúrulækningar staðið í deilum um hollustu eða óhollustu þessa efnis.

Nú hefur verið birt niðurstaða rannsóknar sem var í umsjón fjölda vísindamanna, m.a. frá Harvardháskóla, Kolumbíuháskóla, Beth Israel-Deaconess læknamiðstöðinni og Vanderbilt háskólanum í Bandaríkjunum. Rannsóknin sem stóð í sex mánuði sýndi fram á að efedrín- og koffínblanda auðveldaði fólki að léttast og losna við fitu – án teljandi aukaverkana. Þeir sem tóku þátt í tilrauninni tóku ýmist lyfleysu eða Ma Huang og kólablöndu (90mg efedrín, 192 mg koffín) daglega í sex mánuði. Þessi blanda olli smávægilegri blóðþrýstingshækkun og hækkuðum hvíldarpúlsi, en olli ekki hjartsláttartruflunum, brjóstsviða, ógleði né pirringi. Meðalmaður sem tók þessa blöndu léttist um 5 kg af fitu á meðan rannsókninni stóð. Þessi mikilvæga rannsókn sýnir að efedrín og koffínblöndur eru hættulausar þegar til lengri tíma er litið.