Margar konur velta því fyrir sér hvenær þær megi byrja að æfa eftir fæðingu barns. Í rauninni má byrja á því mjög fljótt, miðað við að allt hafi gengið eðlilega. Þá er ég nú ekki að tala um að æða í rætina og ætla að sigra heiminn heldur en ég frekar að tala um að gera styrktaræfingar heima í stofu. Til dæmis er allt í lagi að byrja að gera kviðæfingar mjög fljótlega. Einnig er hægt að gera styrktaræfingar á gólfinu fyrir rass og læri og er þá svokallaða “hundaæfingin” mjög góð fyrir rassinn :) Fyrir lærin er gott að liggja á hliðinni með fætur alveg beina og lyfta öðrum fæti í einu, upp og niður. Bara að muna að gera allar æfingar varlega og finna góða spennu, við viljum engan æðibunugang í æfingarnar okkar :)
Fyrir þær sem vilja og treysta sér er allt í lagi að fara í líkamsrækt á stöð eftir nokkra mánuði, bara passa sig að ofgera sér ekki og þær sem eru með börn á brjósti skulu ekki lyfta miklum þyngdum heldur lyfta léttari lóðum og taka fleiri endurtekningar, sérstaklega á brjóstasvæðið s.s. brjóstvöðvana og axlirnar. Þær sem vilja velja þessa leið, bendi ég á að tala við þjálfara í salnum og ráðleggja sig við hann áður en hafist er handa.
Það er líka sniðugt að hægt er að kaupa spólur sem Ágústa Johnson hefur gefið út, þar er t.d. ein styrkarspóla þar sem unnið er með létt lóð.
Vona að þessi grein hafi gagnast einhverjum..
kv.Pocogirl