mér datt í hug að senda hér inn grein í framhaldi af matarumræðunni hér að framan, því að það er ekki nóg að borða hollan og góðan mat heldur þarf maður líka að hreyfa sig :)
Öll hreyfing er góð! Hvort sem það er að fara í ræktina 10 sinnum í viku eða fara út að ganga 3 í viku.
Margir vita ekki hvernig þeir eiga að haga æfingum sínum sem koma á líkamsræktarstöðvar og oftar en ekki sér maður fólk æða úr einu tæki í annað og gera æfinguna svo hratt að það mætti halda að þau væru í kappi við einhvern.
En þetta er alls ekki flókið, bara taka 2 vöðvahópa fyrir í einu og svo bara af stað.

Dæmi um fitubrennsluprógram:
Mánudagur: 10 mín. upphitun, brjóst og þríhöfði. 20 mín. brennsla.
Miðvikudagur: 10 mín. upphitun, bak og þríhöfði. 20 mín. brennsla.
Föstudagur: 10 mín. upphitun, fætur og axlir. 20 mín. brennsla.
2-3 daga í viku skal svo taka 30-40 mín. brennslu.
Tekin skulu 3 sett og 12-15 endurtekningar.
kviðæfingar skal taka annan hvern dag.

Dæmi um uppbyggiprógram:
Mánudagur: 10 mín. upphitun, brjóst og axlir
Þriðjudagur: 10 mín. upphitun, bak
miðvikudagur: 30-40 mín. þolþjálfun
fimtudagur: 10 mín. upphitun, handleggir
föstudagur: 10 mín. upphitun, fætur
laugardagur: 30-40 mín. þolþjálfun
Tekin skulu 3-5 sett og 6-10 endurtekningar.
kviðæfingar skal taka annan hvern dag.

Alls ekki gera æfingarnar með einhverjum þjösnaskap heldur rólega (samt ekki of rólega)
og um að gera að fá þjálfara til að kenna sér á tækin og fá staðfestingu á að maður geri æfinguna rétt.
Gangi ykkur vel.!