Var að kaupa mér líkamsræktarkort og byrjaði í gær. Ég varð
svo gráðug í að byrja að ég byrjaði alltof hratt….það var gert
með því að fara strax í Tae Bo tíma. Þeir timar eru alveg
rosalega fjörugir og skemmtilegir…hraði út í gegn ALLAN
TÍMANN.
Hitti eina stelpu úr mínum skóla sem byrjaði í þessu fyrir jól.
Hún spurði:“Ertu ekki með neitt vatn með þér?” Nei, nei, þetta
er allt í lagi segi ég. Svo byrjum við, allir vanir nema ég en
mér tekst nokkurn veginn að sprikla með. Eftir tímann skildi
ég af hverju hún spurði mig útí vatnið því mig logsveið í hálsi
og kjafti!!!!!!! Ég tek sko vatn með mér næst.
Gallinn við að byrja svona hratt(vöðvagræðgi og fitnessgræðgi
hehe), er sá að það er erfitt að nenna í næsta tíma sem er
spinning kl 18:15 í kvöld. En ég ætla sko að láta verða af því.
Það góða við það er það að gistiheimilið sem ég er á er bara
hinum megin við götuna ;) Það er nottla lúxus líf og kemur
manni útí það sem maður myndi varla nenna. Ég verð að
koma mér í spinning tímann, en kvíði strax fyrir Tae Bo sem er
3svar í viku og byrjar aftur í næstu viku. Er með þessa
geggjaðslega fínu stundatöflu hehe;) En var ég búin að
minnast á harðsperrurnar?????? Hélt að ég myndi vakna
með þær, en NO NO NO þær eru eins og marblettir núna!!!!!
Útum allan kroppinn. Sofnaði SNEMMA í gær!
Harðsperrurnar eru að aukast með tímanum og nú er klukkan
orðin 16:57 og spinning er kl:18:15! Verð samt að fara svo ég
sé ekki BARA að halda mér við, heldur líka að ná fljótum
árangri ;) En hvaða holla mat á maður svo að borða? Er
einhver hér reyndur í líkamsrækt og hollu fæði? Ég er að
reyna að forðast Coca Cola sem er ERFITT!!!!!!!!!!! Því kók er
BEST!!!!!!!!!