jæja ég er búin að komast að niðurstöðu.
Það er mjög óhollt að vera í prófum. Jamm hvernig komst ég að því. Þegar maður er að lesa undir próf þá innbyrðir maður þetta þvílíkt mikið af nammi og gosi svo maður haldi sér nú við lesturinn. Svo ég tali nú ekki um svefnruglið. Það er núna búið að vera þannig hjá mér að ég vaki fram á nótt sérstaklega þegar ég er að fara í prófið daginn eftir til svona fjögur og svo vakna ég aftur um áttaleytið. En ég er víst bara heppin að sofa :) því margir vaka heilu næturnar og koma svo ósofðir í próf.
Hversu heilsusamlegt er þetta líferni?
En að sjálfsögðu er þetta okkar val :) hvernig við hegðum okkar lífi og próflestri.