Flogaveiki
Kæru Hugarar! Ég hef núna nýlega verið greind með flogaveiki, og með nýlega meina ég fyrir 2 vikum. Ég er svona rétt að komast yfir sjokkið sem ég fékk þegar ég heyrði þetta fyrst og núna eru að kvikna hjá mér alls konar spurningar sem ég hafði ekkert pælt í áður. Ég á ennþá eftir að fara í frekari rannsóknir til að kanna hvað það er sem veldur flogunum hjá mér en fyrstu rannsóknirnar sýndu eitthvað tómarúm í heilanum öðru megin. Ég er alveg dauðhrædd við þetta núna þó að ég geri mér grein fyrir því að þetta er ekkert lífshættulegt og að það er alveg hægt að lifa eðlilegu lífi með flogaveiki. Ég er komin á flogaveikilyf og hef ekki fengið neitt flog síðan. En samt er ég hrædd! Mér finnst t.d. mjög skrýtið að mega ekki keyra bíl, og ekki fara í sund nema með fyllstu varúð og það að þurfa kannski að vera á lyfjum í mörg ár eða kannski alltaf. Svo hvað ef þetta er bara byrjunin, að kannski muni tómarúmið í heilanum halda áfram að stækka og ég muni enda sem eitthvað grænmeti eða að þurfa að liggja á spítala í lengri tíma? Er einhver hér á Huga sem hefur upplifað það sama? Getur einhver gefið mér góð ráð til að losna við þessa hræðslu? Gerið þið það að hjálpa mér!!!!!!!