Þið eruð kannski eins og ég búin að borða mikið um jólin, sem er auðvitað bara eðlilegt finnst mér=) en ef maður myndi alltaf borða svona þá yrðu vandræði! Það er alltaf nammi á borðum, kjöt á borðum á næstum hverju kvöldi og svo má ekki gleyma jólasmákökunum sem er bakað mikið af á flestum heimilum.
Það hafa örugglega margir strengt áramótaheit eitthvað tengt heilsunni í gærkvöldi:) Margir hafa líka örugglega ákveðið að hætta að reykja:) Að strengja áramótaheit er gott mál finnst mér, þá hefur maður eitthvað að stefna að út árið og ef að gengur vel verða næstu áramót bara enn betri og þá er hægt að hugsa um hvað maður stóð sig vel um árið! En…. það eru held ég fleiri sem mistekst að halda út áramótaheitið heldur en þeim sem tekst það…. vildi að það væri ekki svoleiðis en það er þannig:/
En ég vona að þið sem strengduð áramótaheit gangi vel með að standa við það, hvort sem það tengdist heilsu eða einhverju öðru:)
Stóðuð þið við áramótaheitið sem þið settuð ykkur í fyrra?????
Kv. Sweet
Játs!