Á föstudaginn var ég í skólanum. Klukkan eitt var ég búinn í skólanum en bekkur vinar míns átti eftir leikfimi. Það var bandý og ég ákvað að vera með, með góðfúslegu leyfi leikfimikennarans. Við skemmtum okkur konunglega og allt gott og skemmtilegt. En þar sem ég var ekki með leikfimidót þurfti ég að vera á sokkunum. Þar af leiðandi fékk ég risablöðrur á fæturna. Nánar tiltekið: eina risastóra hvíta og stóra blóðblöðru á vinstri fætinum og ein stór hvít á hægri. Ég hafði aldrei fengið svona stórar blöðrur áður og ég gat varla gengið. Ég setti svokallað gerviskinn á blöðrurnar til þess að auðvelda mér gang. Þetta var allt á batavegi þangað til ég fór á knattspyrnuæfingu á sunnudaginn. Þá stækkuðu þær aftur í fulla stærð. Núna í dag voru höfðu þær minnkað um nóttina en eftir göngumiklan skóladag eru þær aftur komnar í sama farið. Þetta er einskonar vítahringur sem ég get ekki komist úr því ég þarf að mæta í leikfimi og á fótboltaæfingar í vikunni. Þeir sem hafa lesið smásögur mínar ættu að vita að á fimmtudaginn fékk ég glerbrot í vinstri fótinn þannig að ég er slasaður maður.
Ég hef reynt að sprengja blöðrurnar en sársaukinn kemur í veg fyrir djúpar og árangursmiklar stungur.
Hafið þið einhverjar ráðleggingar? Er sniðugt að sprengja blöðrur?
Gleymum ekki smáfuglunum..