Þetta helst allt í hendur… ég er að upplifa það núna, ég er farinn að koma mér í form aftur… hvað það munar miklu, bara frá degi til dags, að vera í góðu formi. Ég er búinn að vera núna að djöflast í tækjum og tólum, hlaupa eins og flóttamaður á hlaupabrettum og vera í Tour de France þess á milli, í 2 mánuði. Maður hefði ekki trúað því hvað þetta hefur mikil áhrif!!! Ég hef tekið tvo vini mína með mér og annar þarf að fara að kaupa sér nýjar buxur… í númeri minna… bara eftir 2 mán!!! Manni líður bara svo miklu betur, dagurinn verður auðveldari, eftirtektin eykst, og bara almenn vellíðan með sjálfan sig eykst til muna! Ég ráðlegg öllum að fara út í það að hreyfa sig eitthvað… bara svo að nýársheitið verði ekki það að grenna sig…! (Eins og það er alltaf) :Þ Það er bara miklu auðveldara að gera það fyrir jólin… bara til þess að hafa smá nammi-aðhald yfir jólin… Allavegana, þá líður mér betur yfir daginn, á auðveldara með að vakna, sef betur… sálin er svona öll yfirvegaðri… mæli með´issu! Svo tala ég nú ekki um að frammistaðan… verður mun betri!!! Ef þið skiljið hvað ég er að fara… :Þ
Gangi ykkur vel
Gromit