Allavega virkaði hjá mér að gera þetta;
Breyta mataræðinu. Borðaði bara hollt, mikið af skyri og prótínríkum mat, lítið af kolvetnum, þar á meðal brauð.
Reyndu að fara út að skokka/labba í svona 30-60 mín hvern dag, þegar þú vaknar, það er að segja ef þú vilt/getur ekki farið í einhverja stöð, sem er yfirleitt skemmtilegra, finnst mér.
Mataræðið er 50% af árangrinum!!!..
Ég grenntist um 10 kg á 3 mánuðum, bara með því að passa upp á mataræðið, hafa einn nammidag í viku og fara 3-4 sinnum í viku í ræktina..
Reyndu að borða 6 smáar máltíðir. EKKI SVELTA ÞIG.
Borðaðu HOLLT!. Drekktu að minnsta kosti 2 lítra af vatni á dag.
Ef þú ert að brenna fitu þarftu ekki að fara í meira en klukkutíma í ræktina svo það er bara um að gera að skella sér!…
mjög gott væri fyrir þig að senda mail á þjálfarana á www.fitnesssport.is og líta þar í bréfasafnið.
Þar er mikinn fróðleik að finna.
http://www.netsport.is/ er mjög mikil fróðleikssíða.
Þetta fann ég þar
Fólk í “megrun”:
Orðin megrun og megrunarkúr eru orð sem útrýma ætti úr íslenskri tungu því megrunarkúrar eru úreltir og dæmdir til að mistakast. Aftur á móti lífstílsbreyting sem felur í sér holla hreyfingu sem hentar hverjum og einum og hollt mataræði er það sem virkar.
Nokkuð algengt er að fæði þeirra sem eru að taka sig í gegn í mataræðinu, með það að markmiði að grennast, verður oft snautt af próteinum. Það er vegna þess að margir trúa því að fiskur, kjöt, egg og mjólkurvörur séu fitandi og sleppa þeim því að miklu leyti. Af þessum sökum verður fæðið oft mjög einhæft og snautt af næringarefnum og próteinum. Ekki er þörf á að forðast fisk, magurt kjöt, magrar mjólkurvörur eða egg (hóflega af rauðum þó) þvert á móti eru þessar fæðutegundir hluti af heilbrigðu mataræði.
Ég gerði mitt upp á eigin spýtur, las mér til um þetta og það virkaði….
En endilega byrjaðu og þú sérð ekki eftir því.
svona síðast; þá er þetta mitt álit og þarf ekki að endurspegla álit annara, ég er að gefa ráð sem virkuðu fyrir mig, og þurfa ekki að endurspegla þitt álit…svo að haltu því sem þú vilt segja út af fyrir þig!
gummi