Svefnleysi

Hægt er að flokka svefnleysi í tvo mismunandi þætti. Annars vegar er um að ræða það ástand, að fólk sé að vakna sífellt upp eftir að það hefur sofnað og það eigi erfitt með að sofna aftur. Hins vegar er það ástand að fólk eigi erfitt með að sofna á kvöldin. Svefnleysi getur verið tímabundið, komið fyrir endrum og eins eða verið sífellt vandamál.4

Ástæður svefnleysis geta verið ýmsar. Til dæmis getur ástæðan verið sú að viðkomandi hafi fengið of mikið af kaffíni yfir daginn og skal þá hafa í huga að áhrifa kaffeins getur gætt í allt að 20 tíma.4 Annað sem erfiðara er að hafa stjórn á eru sálfræðilegir þættir. Ýmsir þættir geta valdið streitu, s.s. áhyggjur af vinnu, fjölskyldu, peningamálum eða náttúruhamförum eins og t.d. jarðskjálftum. Auðvitað geta verið margar aðrar ástæður fyrir svefnleysi, t.d. nýtt umhverfi, sársauki, hræðsla við svefninn eða svefnleysið sjálft. Hér á eftir fara nokkur ráð sem fólk getur prófað en hafa skal í huga að þessi ráð koma ekki í staðinn fyrir ráðleggingar lækna.

Bæta líferni og matarvenjur:
* Sleppa því að fá sér mat og drykk sem geta haft áhrif á svefn, t.d. kaffi, kakó, kók og te auk áfengis3
*Læra að slappa af
*Hreyfa sig nóg

Bætiefni og jurtir sem geta bætt ástandið:
· Garðabrúða, hefur sterka róandi og slakandi verkun, gott fyrir þá sem eiga erfitt með að slappa af. 2
· Humall, er mikið notaður af fólki sem á erfitt með svefn, sérstaklega gott fyrir konur sem eiga erfitt með svefn um og yfir breytingaraldurinn.1
· Hjartafró (Melissa), lyftir andanum og er því góð við þunglyndi. Er einnig notuð til að róa hugann og virkar vel á fólk sem oft er pirrað.2
· Hafrar, hafa verið notaðir til þess að meðhöndla svefnleysi og taugaspennu

Fann þetta á Heilsa.is fyrir nokkru því ég átti við svefnleysi að stríða las þetta bætti mig og það virkaði :D