Lystarstol (anoreksía nervosa)
Hæhæ mér finnst ég vera búin að heyra of mikið um anoreksíur og svona núna seinustu daga… það var stelpa jafn gömul mér í kastljósi um dagin þar sem hún sagði fá sinni reynslu af anoreksíu og svo var önnur með henni sem var með svipaða sögu… stundum fattast ekki að stelpur séu með þetta fyrr en of seint eða fattast bara alls ekki… svo var það í nýjasta séð og heyrt að kona sem er núna 70 (minnir mig) hafði verið með anoreksíu allt sitt líf! eða í 30 ár sirka.. þessi sjúkdómur er ekkert grín og er hann mjög alvarlegur og er í raun allt í kringum okkur…ég var að gera verkefni í skólanum í Heilsueflingu og átti að taka anoreksíu fyrir… ég gerði þetta verkefni og fékk svona ágætt fyrir það en svo fór ég að hugsa hvað það eru í raun margir sem þurfa virkilega hjálp og jafnvel að við vitum af því… ég á vinkonu sem mér finst borða voða lítið.. ég er að reyna að segja henni að hún geti fengið anoreksíu ef hún borði ekki en svo komst ég að því að hún er með það sama og mamma sín (sem er líka mjög grönn) að það vantar ekkað sem framleiðir B 14 (að ég held það heiti) í líkama þeirra og hún geti ekki fitnað meira… ég held að hún noti þetta sem afsökun því að hún vill ekki borða … er ég að ýminda mér eða ..? á ég að hætta að pæla í þessu…. eru jafnvel einhverjir hérna sem hafa reynslusögur og vilja deila þeim hvort sem ið þekkið einhvern með þetta eða annað…?