þetta kemur alltaf upp reglulega í skólum barnanna minna því miður :( en það er til eitthvað efni í apótekum svona til “forvarnar” rosa sniðugt…. en þetta fann ég á doktor.is um meðferðina :
Helstu meðferðarmöguleikar:
Fyrsta reglan er að leita að lús með því að kemba hárið með lúsakambi. Góð birta er nauðsynleg og að hafa ljóst undirlag þannig að lúsin sjáist ef hún losnar úr hárinu.
Finnist lús þarf að bera í hárið lúsalyf en þau fást án lyfseðils í lyfjabúðum. Munið að meðhöndla aðeins þann sem lús greinist hjá. Alls ekki er nauðsynlegt að allir í fjölskyldunni eða bekknum fái meðferð með því það getur valdið ónæmi lúsarinnar gegn efninu. Mikilvægt er að fara vel eftir leiðbeiningum og gott að ráðfæra sig við starfsfólk lyfjabúðanna eða heilsugæslunnar. Barnshafandi konur og börn undir tveggja ára aldri eiga ekki að nota lyfin nema að læknisráði.
Eftir meðferð þarf að kemba hárið reglulega til að vera viss um að árangur hafi náðst. Yfirleitt er ráðlagt að endurtaka meðferðina eftir eina til tvær vikur þar sem nitin getur lifað meðferðina af. Hægt er að losa um nitina með því að bera í hárið blöndu af ediki og vatni til helminga og kemba síðan hárið með lúsakemabi sem hefur verið vættur með ediki.
Meðferð án lyfja hefur verið notuð erlendis og eru það einkum tvær aðferðir sem eru notaðar. Önnur er að nota ólífuolíu sem talin er kæfa eða letja lúsina. Olían er borin í þurrt hárið og nudduð vel í hársvörðinn. Þá er baðhetta eða plast sett yfir hárið og fest með hárbandi. Þetta er látið vera í um 6-8 klst. Hárið er síðan kembt með olíuna í hárinu. Þá er sett hársápa fyrir feitt hár í hárið áður en það er skolað og getur þurft að þvo hárið nokkrum sinnum. Því næst er hárið þurrkað. Þessa meðferð þarf að nota á 1., 2., 5., 9., 13. og 21. degi eftir að lús uppgötvast. Hin meðferðin er að bera næringu í hárið og nota sérstakan lúsakamb sem á að losa lýsnar úr hárinu eða kremja þær. Þessa meðferð þarf að gera reglulega og með mikilli nákvæmni í a.m.k. tvær vikur. Ekki eru enn til nægilega vandaðar rannsóknir um hvort þessar aðferðir eru jafnárangursríkar og lyfjameðferð.
Þrífa þarf fatnað og rúmföt þess eintaklings sem lús eða nit hefur greinst hjá. Lúsin drepst á 30 mínútum við 50 gráðu hita, en nitin á einni klukkustund. Jafnframt drepst lúsin á 30 mínútum við 50 gráðu frost, en nitin á fjórum klukkustundum. Hægt er að ryksuga þá hluti sem ekki er hægt að þvo eða frysta. Lúsin getur lifað í yfir 50 klst án næringar.
vona að þér reynist vel
kveðja harpajul