Sáuðið þáttinn Fólk - hjá Sirry, í síðustu viku?
Stelpan lýsti því fyrir alþjóð að hún væri andlegur öryrki.
Ég er í mjööööööööööög svipuðum sporum og hún en myndi ekki (aldrei) kalla mig andlegan öryrkja. Eg er að byggja mig upp núna og er í leiðinni að reyna telja mér trú um að allt sé hægt sé viljinn fyrir hendi. Mér fannst hún bara vera að gefast upp? Þessi stelpa var grannur unglingur. Svo þegar maður fitnar svona þá missir maður alla löngun og vilja í að REYNA rífa sig upp, been there done that. Var sjálf BÚIN að gefast upp fyrir nokkrum mánuðum síðan en svo sá ég smá leið sem gæti borið árangur, og væri ekki svo erfið og það var að prófa Nupo létt eða Herbalife, valdi það frekar en að æði inní líkamsræktarstöð, þar sem ég er félagsfælin.
Ég byrjaði á Herbalife um helgina og það gengur ágætlega(lítið svöng á milli mála), hef ekki vigtað mig ennþá en ætla gera það í fyrramálið. Hef t.d. ekki drukkið kók í 3 daga! Ég sem drakk rosalega mikið kók afþví mér finnst kaffi vont, er að sækja í koffeinið held ég. Ég virðist fá smá orku úr teinu, já og kannski úr öllum þessum vítamínum auðvitað. Ekkert að ráði samt ennþá.
Ég var búin að vera á “leiðinni” í líkamsrækt og hingað og þangað til þess að fara að vinna í mér og síðasta afsökunin fyrir því að fara ekki í langa göngutúra voru skórnir. Nú, þá var mér sagt að kaupa mér nýja góða gönguskó, neinei þá átti ég ekki pening. Svakalega auðvelt að finna sér allskonar afsakanir, en núna er ég byrjuð á Herbalife og það er allavega byrjunin! Vona að þegar ég fer að fá meiri orku fari ég jafnvel í líkamsrækt eða í kraft-göngutúra, og hætti að nota skóna sem afsökun *ehömm*
Vonast til þess að félagsfælnin minnki aðeins við það þegar ég sé pínu árangur á vigtinni. Félagsfælni sem kemur stundum á eftir þunglyndi er rosalega erfið, og það hefur komið fyrir að ég hef virkilega þurft að velta því fyrir mér hvort sé erfiðara, að vera þunglynd eða félagsfælin. Einhver þarna útí í sömu sporum?
Mig vantar smá “pep-talk” núna í þessu átaki mínu.
Allavega, ég er að reyna…
Wish me luck?
Kveðja,
Gungun, sú sem neitar að gefast upp.