Jæja kæru notendur.

Í tilefni af nýja nafninu á áhugamálinu þá þykir mér vel við hæfi að gera eitthvað á þessu blessaða áhugamáli, til þess að koma smá lífi í það.

Þess vegna langar mig fyrir hönd stjórnenda að efla til ljósmyndakeppni þar sem að þemað verður að sjálfsögðu páskar. (það styttist nú óðfluga í þá ;). Og finnst mér líka rétt að nefna að þar sem að þetta er nú ekki ljósmyndaáhugamál þá þurfa myndirnar ekki að vera mjög “pro” heldur verður meira lagt úr hugsuninni á bakvið myndina.

Einu reglurnar eru að þið takið myndirnar sjálf, þeir sem sjá sér ekki fært að fylgja þeirri reglu verða að sjálfsögðu dæmdir úr keppni.

Það eru hins vegar engin takmörk á því hversu margar myndir þið sendið inn og mun keppnin hefjast núna um mánaðarmótin (1.mars) og síðasti skilafrestur verður 23.mars

Þannig að það er um að gera að dusta rykið af myndavélunum og taka fallega mynd af einhverju páskalegu eða af einhverju sem minnir ykkur á páskana (:

Svo þegar 23.mars er genginn í garð þá verður sett upp könnun þar sem þið notendur kærir kjósið þann sem ykkur þykir bestur.

Athugið að þið þurfið að taka það fram í titlinum á myndunum að þær eigi að taka þátt í keppninni.

Fleira var það ekki..




Páskakveðja f.h. stjórnenda á /hátíðir,

sky