Núna eru úrslitin úr jólasagnakeppni jólaáhugamálsins á huga á aðventunni 2007 orðin kunngjör. 9 frábærar sögur bárust inn að þessu sinni, og var kosið milli þeirra í könnun hér á áhugamálinu.
Í 1. og 2. sæti urðu tvær sögur hnífjafnar, með 29% greiddra atkvæða. Þetta eru sögurnar Sagan af Hreggviði eftir Chocobofan og Harmleikur um jólin eftir Merseyride.
Í 3. sæti með 11% atkvæða varð síðan sagan Stráksi bjargar jólunum eftir Laddis.
Til að sjá hvaða sögur lentu í næstu sætum fyrir neðan, kíkið á úrslit könnunarinnar.
Takk allir fyrir þátttökuna, ég vil óska sigurvegurum Chocobofan og Merseyride til hamingju með sameiginlegan sigur, og Laddis fyrir þriðja sætið, og þið sem náðuð ekki verðlaunasæti: Takk fyrir þátttökuna, þetta voru allt góðar sögur, og örvæntið ekki, það verður líklega aftur jólasagnakeppni á næstu aðventu, allir að taka þátt þá.