Núna eru 45 manns búnir að segjast ætla að senda inn sögu í jólasagnasamkeppnina hérna, en þó eru ekki komnar inn alveg svo margar. Þar sem enginn færi að segjast ætla að senda inn sögu en gerði það síðan ekki, vildi ég bara minna ykkur á að núna er einungis vika eftir af keppninni, en á miðnættinu milli aðfanga- og jóladags verður hætt að taka við sögum í keppnina (þið megið þó endilega senda inn sögur áfram, þær fara bara ekki í keppnina).
Það er því ekki seinna vænna en að fara að opna word, liðka fingurna aðeins til og verða fyrir sönnum jólainnblæstri, og semja síðan glæsilega jólasmásögu sem gæti leitt til þess að þú yrðir krýndur jólasögumeistari Huga árið 2007, og senda hana inn sem grein (muna að taka það fram að hún eigi að vera með í keppninni). Simple as that.