Kæru jólabörn
Eins og ég var búin að nefna um daginn verður haldin jólaljóðasamkeppni nú í desember á jólaáhugamálinu samtímis og haldin er jólasagnasamkeppni, sem er í fullum gangi.
Þessi jólaljóðasamkeppni mun standa frá öðrum sunnudegi í aðventu til fjórða sunnudags í aðventu, þ.e. 5.- 19. desember og því vera styttri en jólasagnasamkeppnin. <b>Ath. byrjar núna um helgina</B>.
Þann 20. desember verður gerð könnun þar sem notendur velja besta frumsamda jólaljóðið.
Engar sérstakar reglur verða í þessari samkeppni, en að sjálfsögu verður ljóðið að fjalla einhvern hátt um jólin. Engin dónaleg eða á einhvern hátt særandi ljóð verða samþykkt.
Þið megið notað bragfræðireglur ef þið viljið en það er engin skylda.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessari ljóðasamkeppni ættu því að fara að setjast niður og semja.
Karat, stjórnandi á jólaáhugamálinu.