Jólasagnasamkeppni Kæru jólabörn og aðrir Huganotendur

Jólasagnasamkeppni verður haldin á jólaáhugamálinu á aðventunni 2004. Keppnin mun standa yfir dagana 28. nóvember til 24. desember.

Þeir sem ætla að taka þátt í jólasagnasamkeppninni verða að skrifa neðst á eftir sögunni: þessi saga á að taka þátt í jólasagnasamkeppninni. Með þessu móti geta notendur séð hvaða sögur taka þátt í keppninni og hverjar ekki (ef einhver sendir inn sögu en kýs að taka ekki þátt í keppninni).

Reglurnar eru einfaldar. Þið semjið jólasögu og sendið inn sem grein. Þann 28. nóvember verða þær sögur sem komnar eru samþykktar og svo koll af kolli eftir því sem þær berast.
Jólasagan á að fjalla um eitthvað sem tengist jólunum. Gæta þarf stafsetningar. Lágmarks lengd jólasögunnar er 400 orð með línubilum.

Jólasögurnar verða dæmdar þannig að notendur gefa sögunum álit og gefa þeim umsagnir og stig sem miðast við það sem stendur hér að neðan.

Þær sögur sem hljóta flest stig verða svo settar í könnun sem verður á milli jóla og nýárs (ef fáar sögur berast taka allar þátt í könnuninni). Að henni lokinni verður birt hvaða saga og höfundur hefur sigrað í jólasagnasamkeppni jólaáhugamálsins á Huga árið 2004.

Athugið að hver höfundur má senda inn eins margar sögur og hann vill. Ef stafsetningu er verulega ábótavant áskilur stjórnandi sér að hafna henni og biðja viðkomandi höfund að senda hana inn aftur leiðrétta. Sögum sem stjórnandi eða aðrir notendur sjá að eru ekki samdar af þeim sem sendir hana inn og sögum sem eru stolnar af netinu verður hafnað eða þeim læst hafi sagan verið samþykkt og þegar í stað verður sögunni og notandanum vísað endanlega úr keppninni.


Hér fyrir neðan er stigaskalinn og viðmið: (þið ráðið hvort þið farið eftir þessu)

5 stig. Frumleg og skemmtileg og jólaleg saga. Efnistök, frágangur og stafsetning til fyrirmyndar.

4 stig. Sagan er nokkuð góð en eitthvað skortir á frumleika. Frágangur og stafsetning viðunandi.

3 stig. Sagan er í meðallagi góð. Höfundur gæti gert efninu betri skil og aukið á frumleikann. Frágangur og eða stafsetning mætti vera betri.

2 stig. Sagan er ekki nógu góð og skortir mest allan frumleika. Frágangur og stafsetning ekki nógu góð.

1. stig. Sagan er nánast óviðunandi, skortir frumleika og er ekki nægjanlega áhugaverð. Frágangi og stafsetningu er verulega ábótavart.

Þetta eru aðeins viðmið og vel gæti verið að saga sem ætti skilið 1 stig fyrir frumleika sé fullkomin varðandi stafsetningu, frágang og annað þess háttar.

Hægt væri að hafa viðmið sem þessi til hliðsjónar þegar maður skrifar álit sitt á sögu og að sjálfsögðu skrifa sína eigin gagnrýni með.



Endilega takið þátt í keppninni og verið dugleg að gefa jólasögunum stig og umsagnir. Góða skemmtun.

Karat.