Vetrarsólstöðuhátíð er ein fjagra sólstöðuhátíða sem haldið er uppá í wicca trú. Vetrarsólstöðuhátíðin er haldin árlega 21. desember en þá er sólin lægst á lofti á norðurhveli jarðar.
Hér verður leitast við að draga saman tvær frásagnir frá vetrarsólstöðuhátiðum wicca trúar. Í fyrsta lagi frásögn frá Gerald B. Gardner, upphafsmanni wicca trúar og einnig frásögn Zsuzsanna Budapest en hún er upphafskona Dianic Wicca sem er feminisk wicca trú.
Hér verður leitast við að draga saman tvær frásagnir frá vetrarsólstöðuhátiðum wicca trúar. Í fyrsta lagi frásögn frá Gerald B. Gardner, upphafsmanni wicca trúar og einnig frásögn Zsuzsanna Budapest en hún er upphafskona Dianic Wicca sem er feminisk wicca trú.
Gerald B Gardner, lýsir reynslu sinni af einni hátíð sem hann varð vitni af í bók sinni Witchcraft Today, en þar segir hann frá
vetrarsólstöðuhátíð. Þar segir að athöfnin byrji eins og venjulega, að búinn sé til hringur og hann hreinsaður ásamt þáttakendum og svo sé gert það sem hópurinn er vanur að gera. Svo er gerð lítil athöfn þar sem æðsta prestkonan (e. High Priestess) verður holdgervingur gyðjunnar. Eftir það er köku- og vínathöfnin. Pottur er settur í miðju hringsins, vökvar eru settir í pottinn og
kveikt í. Æðsta prestkonan stendur hinu megin við pottinn og hinir halda á kyndlum. Þau dansa réttsælis í kringum pottinn og í þetta skiptið heyrði hann þessa þulu:
Queen of the Moon, Queen of the Sun,
Queen of the Heavens, Queen of the Stars,
Queen of the Waters, Queen of the Earth
Bring to us the Child of Promise!
It is the great mother who giveth birth to him,
It is the Lord of Life who is born again.
Darkness and tears are set aside When the Sun shall come up early.
Golden Sun of the Mountains,
Illumine the Land, Light up the World,
Illumine the Seas and the Rivers,
Sorrows be laid, Joy to the World.
Blessed be the Great Goddess,
Without beginning, without end,
Everlasting to eternity.
I.O.EVO.HE Blessed Be.'
They dance round furiously, crying:
'I.O.EVO.HE
Blessed Be LO. EVO.HE Blessed Be.
Þegar eldurinn hafði slokknað leiddi prestkonan dans og eftir það var veisla. Þetta var reynsla Gardner af vetrarsólstöðuhátíð og líklega sú fyrsta sem hefur verið rituð í að minnsta kosti í langan tíma.
Hinsvegar í bók Zsuzsanna Budapest, upphafskonu Dianic Wicca sem er feminísk Wicca trú einungis ætluð konum, The Holy Book of Women's Mysteries stendur að hátíðin er til að fagna endurfæðingu sólargyðjunnar og altarið á að vera í austur hluta hringsins. Hér er talað um skreytingar, mistiltein, furu og fleiri jurtir. Nornirnar eru með greni með hvítum kertum um höfuð og sett eru tvö rauð kerti við mynd af móður gyðjunnar. Nornirnar byrja að humma og byggist það upp í að vera fæðingar öskur þar sem nornirnar endurfæðast með sólargyðjunni, Lucina. Æðsta prestkonan fer með þulu þegar hún finnur að orkan er næg og kyssir enni, augu og munn konunnar sem er henni á vinstri hlið og gengur það frá konu til konu. Þær beygja sig allar í átt að austri og æðsta prestkonan fer með langa þulu þar sem hún ákallar guði og gyðjur, nú er kveikt í pottinum. Allt er hljótt svo gyðjan geti sýnt sig, þá í formi dádýrs, stjörnuhraps, skyndilegrar vindkviðu, ýlfur úlfa og fleira. Núna fer prestkonan með þuluna sem segir einnig frá í bók Gardner. Þó eru nokkrar breytingar sem hafa orðið á þulunni, hún hljómar svo:
Queen of the moon,
Queen of the Stars,
Queen of the Horns,
Queen of the Fires,
Queen of the earth,
Bring to us the Child of Promise!
For it is the Great Mother
Who gives birth to the new year.
Darkness and tears are set aside,
When the Sun comes up again.
Golden sun of hill and mountain,
Illumine the world,
Illumine the sea,
Illumine the rivers,
Illumine us all.
Grief be laid and joy be raised,
Blessed by the Great Mother!
Without beginning, without end,
Everlasting to Eternity.
Evoe! lo! Evoe! lo!
Konurnar byrja þá að hoppa yfir pottinn með eldinum og óska sér fyrir nýja árið og innsigla hinar óskirnar með að segja „Blessed be!“. Skálað er fyrir gyðjunni og er haldin veisla með dans. Að lokum er vitnum þakkað fyrir að koma og farið er með loka þulu.
Í bæði skipti er sama þulan þó hún sé nokkuð breytt, kveikt er í pottinum og farið er í hringinn. Hinsvegar er talað um skreytingar í bók Budapest og að konurnar óski sér þegar hoppað er yfir pottin, en ekki er talað um það í bók Gardner. Ekki er talað um að æðsta prestkonan verði holdgervingur gyðjunnar né að haldið sé á kyndlum í bók Budapest, einnig kemur bara fram í bók Gardner að köku og vín athöfnin fari fram á þessari hátíð. Því þykir mér ljóst að þessi dæmi af vetrarsólstöðuhátíð séu bæði lík og ólík og er áhuga vert að sjá muninn á þessum tveim útgáfum á sömu þulunni hér fyrir ofan.
en hver veit ?