Flugeldasýning í Vík í Mýrdal í dag!
Flugeldasala björgunarsveitanna er nú farin af stað og er hún ein af mikilvægustu fjáröflunarleiðum þeirra. Í Vík í Mýrdal sáu félagar úr Björgunarsveitinni Víkverja um flugeldasýningu í dag í tengslum við jólaball í Leikskálum.

Ljósadýrðin yfir bænum var eftir því. Víkverjamenn hafa um árabil útbúið sýningar og séð um að kveikja á þeim. Ekki skemmdi að veðrið var einstaklega gott, 10 stiga hiti og logn, að sögn Jónasar Erlendssonar, fréttaritara Morgunblaðsins.


Tekið af http://www.mbl.is
Hvernig breytir maður um undirskrift?