Hvaða jólalag er ykkar uppáhalds ?

Mitt er allavega “jól” eftir Jórunni Viðar/Stefán frá Hvítadal

Söng það í gradualekórnum á jólasöngvunum sem voru bestir!

þetta er ekki mjög þekkt jólalag en óskaplega krúttlegt.
Hér er textinn.

Þau lýsa fegurst er lækkar sól
í bláma heiði, mín bernskujól.
Er hneig að jólum mitt hjarta brann
dásemd nýrri hver dagur rann.

Það lækkaði stöðugt á lofti sól
þau brostu í nálægð, mín bernskujól
og sífellt styttist við sérhvern dag
og húsið fylltist af helgibrag.

Ó, blessuð jólin er barn ég var
ó, mörg er gleðin að minnast þar
í gullnum ljóma hver gjöf mér skín.
En kærust voru mér kertin mín.

Ó. láttu, Kristur þau laun sín fá
er ljós þín kveiktu er lýstu þá.
L ýstu þeim héðan er lokast brá,
heilaga guðsmóðir, himnum frá.