Sælir Hugarar.
Mig langar að vita ykkar álit á þessum aldurstakmörkum sem að hafa verið sett á tjaldstæði víðsvegar um land þegar helgar eru annasamar. Það er þannig að víðast hvar eru 23 ára aldurstakmörk og/eða miðast við að fólki allt upp að 30 er meinaður aðgangur ef börn eru ekki með í för.
Hafið þið reynslusögur eða hafið þið bara eitthvað álit á þessu yfir höfuð? Látið endilega aldur og kyn fylgja svörum ykkar. Munið að hér munu ólík svör mætast og reynið því að taka tillit til ólíkra skoðana og sýna háttsemi;)
Hilsen