Hvernig fólk blandar jólaölið er mjög mismunandi, það er ekki langt síðan einhver hneykslaðist mikið á því að ég notaði kók með í jólaöl, hafði bara aldrei heyrt það áður.
Sumir vilja mikið malt, en þar sem það drepur gosið niður þá held ég mig við að nota meira appelsín, stilli svo litinn af með kóki, sem gerir mjög lítinn bragðmun bætir bara við gosi og breytir litnum =)
Jólaölið verður að vera girnilegt á litinn, maltið verður að finnast en það verður að vera gos í þessu öllu saman, svo hlutföllin milli tegunda eru nokkuð flókin, en um er að gera að smakka bara nógu oft, þá finnur maður oftast rétta bragðið að lokum…
En hvernig viljið þið jólaölið ykkar, vonandi ekki bara tilbúna sullið úti í búð? =P
-