Það var aðfangadagur og Ísabella hafði hlakkað mikið til þess dags. Ísabella ætlaði að fara að skreyta inni í stofu en fyrst fór hún niður í kjallara að ná í skrautið. Þegar hún kom niður fór hún að leita að kassanum með jólaskrautinu en allt í einu heyrði hún tónlist sem kom úr einu horninu. Hún gekk að horninu en sá bara litla jólastyttu, hún tók hana upp og skyndilega var hún stödd í litlu jólaþorpi. Hún var yfir sig hissa og kenndi styttunni um þetta. Hún grýtti styttunni í jörðina og byrjaði að skoða sig um og þá sá hún álf sem hljóp í áttina að henni, hún öskraði upp yfir sig og hljóp eins og fætur toguðu í von um að fá skjól frá þessum hræðilega álfi. Þegar hún hafði falið sig bak við hús, settist hún þar niður, kastaði mæðunni og sofnaði. Þegar hún vaknaði var klukkan orðin korter yfir fimm og jólin nálguðust, hún hafði miklar áhyggjur af því að komast ekki heim í tæka tíð, hún stóð upp og gekk um þorpið í leit að hjálp. Eftir stutta stund mætti hún sjálfum jólasveininum og sagði honum alla sólarsöguna, þegar hún hafði lokið því spurði hún hann hvort að hann gæti hjálpað sér að komast aftur heim. Hann sagði henni að hún þyrfti að finna fyrst litlu jólastyttuna sem að hún hafði verið með. Þau leituðu saman af henni og eftir stutta stund fundu þau hana. Þá sagði hann henni að hún þyrfti að fara með töfraþulu sem hljóðar svona:
Hókus pókus fílarókus , litla stytta skilaðu mér heim í hús, abrakadabra apaköttur, gerðu nú eitthvað gagn og skilaðu mér heim. Þegar hún hafði farið með þessa þulu birtist hún í kjallaranum aftur. Klukkan sló sex og jólin voru komin. Ísabella hljóp upp og beint í fangið á mömmu sinni svo borðuðu þau jólamatinn, opnuðu gjafirnar og áttu saman gleðileg jól.
joker is poker with a j