Hérna kemur jólasaga nr. 2
Óli litli átti heima hjá veikri mömmu sinni og stjúpa. Þau voru mjög fátæk. Nú voru að nálgast jólin og þau áttu engan pening til þess að gera neitt fallegt á jólunum. Stjúpinn sem var trésmiður smíðaði nokkra sprellikalla til þess að þau gætu selt.
Á aðfangadag fer Óli út að selja sprellikallana. Þegar hann hefur reynt í þónokkurn tíma og ekkert selt þá sér hann mann missa veskið sitt. Hann lætur manninn fá veskið aftur. Maðurinn varð svo ánægður að hann gefur honum 5000 kr.
Eftir dálítinn tíma í viðbót sér hann lítinn strák gráta. Óli gengur til hans og spyr hvað sé að. Strákurinn svarar: Við skuldum 5000 í húsaleigu og ef við borgum það ekki á morgun þá verðum við rekin út úr húsinu. Óli fær sting í brjóstið við tilhugsunina um að sjá þennan litla dreng og fjölskyuldu hans á götunni svo hann gefur honum 5000 krónurnar sínar.
Maður á nærliggjandi kaffihúsi heyrir og sér til þeirra og segir við Óla: Þetta var mjög fallega gert af þér að gefa vesalings dregnum allan peninginn þinn svo fjölskldan hans fengi húsaskjól. Ég skal gefa þér 10.000 kr fyrir þetta góðverk, ég á hvort sem er nógan pening. Óli þakkar fyrir sig og heldur heim á leið.
Á leiðinni heim sér hann lítinn strák fastan með löppina á járnbrautarteinum og skelkaða móður hans við hliðina á honum. Það stefnir lest beint á strákinn. Óli hleypur eins hratt og hann getur og bjargar stráknum á síðustu stundu. Mamma stráksins verður svo glöð að hún gefur Óla 5000 kr. Óli þakkar fyrir sig og heldur áfram heim.
Þegar hann er kominn nánast alla leið heim þá sér hann stelpu á skautum á frosinni tjörn. Allt í einu brestur ísinn og stelpan dettur ofan í tjörnina. Óli hugsar: Æi.. Ég er búinn að gera nóg gott í dag, ég nenni ekki að hjálpa stelpunni.
Óli kemur heim og hann og stjúpin elda saman jólamatinn. Óli borðar matinn af bestu lyst en stelpan sem datt í tjörnina frýs til bana.
Með Jólalkveðju
Daywalke