O.k., ein svolítið pirruð núna en hvað er með þessa upplýstu plastjólasveina sem eru út um allt? Meira að segja jólasveinamömmur hér og þar. Mikið ofsalega er þetta hallærislegt og “amerískt” (no offense bandaríkjamenn). Sjálfsagt finnst krökkum þetta flott, ég átti svona spiladós þegar ég var lítil (reyndar ekki úr plasti)en hvað gengur fullorðnu fólki til að planta þessu í garðinn hjá sér. Maður sér kannski fallega upplýst hús með grýlukertaseríu og litlum glitljósum í runnunum, ofsalega fínt og smekklegt en svo stendur eitthvað upplýst plastferlíki á göngustígnum heim að húsinu. “Hroll”.
Hó hó hó.