Happy christmas (war is over) með John Lennon kemur mér alltaf í svakalegt jólastuð, Do they know it's christmas sem ég veit ekki flytjandann á gerir það líka. Svo eru lög eins og Jól alla daga, Snjókorn falla, hið klassíska Jingle bells og ég gæti talið áfram í allt kvöld. Lögin ein og sér duga samt ekki til að fá fram besta jólaskapið, maður nýtur þeirra best í skreyttu umhverfi drekkandi jólaöl og japlandi á smákökum.
mér finnst þaddna gömlu íslensku lögin með Vilhjálmi og Elly Vilhjalms t.d Jólin allstaðar, hvít jól, jólasnjór. Og svo náttúrulega Jólahjól, white christmas, little drummer boy og svo Johnny Cash jólalögin :D
jólalögin frá baggalút voru mikið spiluð seinustu jól hjá mér ..þannig ég fæ algjöran jólafýling þegar ég heyri þau :D..en annar eru þetta alltaf sömu lögin sem ég hlusta á :D…komdu um jólin diksurinn líka :D
Og öll þessi gömlu lög sem eru í myndböndunum sem spilast alltaf aftur um jólin. Þar á meðal Mariah Carey lagið sem þú nefndir og svo jólahjól og allt það.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..