Einn er voða stór
Annar rosa mjór
Þriðji þöngulhaus
Fjórði þver
Svo einn langleitur
Annar spikfeitur
Sá yngsti er svolítið upp með sér
Einn er hrekkjóttur
Annar göldróttur
Til byggða koma í desember

Við þekkjum álfa og tröll
Búum ekki í höll
Við þekkjum krakka hér á hverjum bæ

Við skiljum huldumál
Borðum skarfakál
En ekki borðum krákuhræ

Við setjum gjafir í gúmmískó
Þegar krakkarnir sofa í ró
En alls ekki þegar þau reka upp vein
Þá fá þau kartöflu og ýsubein

Hagið ykkur vel um jólin

Grýla er nokkuð góð
Þó að hún verði óð
Þegar Lúði fær letikast
Hún rekur þá upp óp
Flengir hann með sóp
Þá hún lemur rosalega fast
En oftast er hún fín
Er með glens og grín
Enda er hún mamma mín

Hagið ykkur vel um jólin

Við setjum gjafir í gúmmískó
Þegar krakkarnir sofa í ró
En alls ekki þegar þau reka upp vein
Þá fá þau kartöflu og ýsubein

Hagið ykkur vel um jólin


Þetta lag er að finna á plötunni Hurðaskellir og Stúfur staðnir að verki. Mæli hiklaust með henni.