Úff þetta er erfitt. Það eru svo mörg sem standa upp úr hjá mér. Það er náttúrulega ekki hægt að toppa 85 og 86 (árin þegar Spaugstofan var fyndin), þó að skaupið í gær hafi komist helvíti nálægt því að mínu mati. 2001 (þetta með kínverjunum)og 2002 standa líka upp úr en 1989 er skaupið sem ég vitna hvað mest í, því ég kann það nánast utanað.
Ég held að topplistinn myndi líta einhverneginn svona út hjá mér. 1985 og 1986 jöfn í fyrsta sæti. 2006 fylgir fast á hæla þeirra í öðru sæti. 1989 í þriðja sæti. 2001 og 2002 jöfn í fjórða sæti.
Leiðinlegustu skaupin finnast mér hins vegar vera 2005, 2000, 1992 og 1998.
Ég lít alltaf á skaupið sem heild svo að ég á erfitt með að muna eftir einu einstöku atriði. Ætle minnisstæðasta atriðið sé ekki bara Þegar Árni Jonsen var að stela byggingarefni úr Byko og hálfbróðir minn birtist sem aukaleikari (2001).
hef ekki hugmynd hvaða ár það var en allavega minnistæðasta atriði var þarna lagið: Jájájá.. jáhahahahá, ég er tilbúinn.. og svo framvegis og svo er alltaf einn sem er ekki tilbúinn og e-ð ;) man ekki e-r eftir þessu? =D og líka þegar Björk var að syngja It's oh so quiet ;)
Nei, kínverjarnir voru annað hvort árið 2001 eða 2002. Þeir voru allavega í skaupi sem Óskar Jónasson leikstýrði og hann leikstýrði ekki skaupinu 2004.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..