Jæja, ég er eins og venjulega í algjöru veseni með jólagjafirnar.
Ég er þó búin að kaupa þrjár gjafir, til mömmu, ömmu og litla frænda. En ég á eftir bróður minn, systur mína og kærasta hennar, pabba, vinkonur mínar og köttinn :D

Þessvegna var ég að pæla hvort að þið væruð með einhverjar góðar hugmyndir? Þá sérstaklega handa 23 ára gömlum bróður mínum og 14 ára vinkonum mínum?
Ég var að spyrja bróður minn hvað honum langar í og hann talaði um föt og góða spennusögu…er ekki viss um hvort að það sé góð hugmynd fyrir mig að kaupa föt handa honum :S En góð spennusaga gæti verið góð hugmynd. Hann hefur samt lesið allar Arnald Indriðason bækurnar…

Í sambandi við vinkonur mínar þá ákváðum við að hafa verðið á bilinu 1000 til 1500 kr.

BRAINSTORM! ^^