Við fjölskyldan setjum tréð vanarlega upp 22. en skreytum það seint á þorláksmessu… og erum byrjuð að setja pakkana þá líka… hefur ekki verið hægt undanfarin ár, fyrst var ég að tæta pakkana upp, svo kom bróðir minn í heiminn og hann varð mjög slæmur, tætti sem hann tætti gat. og litla systir mín verst af öllum haha!! núna er reyndar kötturinn ofvirkur í pakkana!! hehe :P við erum með gervitré, en vildi gjarnan vera með ekta!
við setjum yfirleitt treíð sjálft upp svona 22 en skreytum þæað ekki fyrr en 23…
erum með gervi miklu betra…
en í sambandi við trúleysingja þá er ég ekki viss ég er trúleysingi en er samt með jólatré sennilegast því ég bý ennþá hjá foreldrum en ég á öruglega eftir að halda jólin þrátt fyrir það er bara svo vön þeim gæti ekki sleft þeim en ég myndi gíska á að ef heil fjölskylda væri trúleydingjar þá myndu þau öruglega ekki halda jól eða það myndi ekkert koma mér á óvart…
Ef þér lýst ekki á það sem þú sérð hættu þá að horfa…
Við setjum það alltaf upp á Þorláksmessu. Höfum alltaf verið með alvöru en verðum að hafa gervi núna :( Ætli maður hafi þá ekki bæði næstu jól :D (fyrst við þurfum hvort sem er að kaupa gervi, bara skella því á efstu hæðina)
Jólatréið er venjulega keypt 22. desember og geymt út yfir nóttina. Svo setjum við það í baðkar fullt af vatni [til að það geti drukkið smá] og geymum það þar í svolítið langan tíma. Svo er það sett upp og skreytt að kveldi Þorláksmessu.
Tréið hefur ekkert með trú að gera. Ég er trúlaus og það væru sko ekki jól hjá mér án trés! ;)
Við keyptum jólatreð í dag, en setjum það ekki upp fyrr en 22-23.. Svo skreytum við tréð á Þorláksmessu kvöldi. Mér finnst alvöru miklu flottara:) Það kemur svona grenilykt í húsið, svo jólalegt^^
Trúlausir geta alveg verið með tré, það kemur ur asatru, þetta táknar typpið á einhverjum goðanum, ss. þetta er frjósemistákn:P
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..