Í pósti hér á undan er talað um að flest tákn jólanna séu kristin og því erfitt fyrir trúlausa að halda upp á jól án þess að vera hræsnarar.
Ég tel að samt eru mun fleiri tákn jólanna sem eru heiðin en kristin. Þar má nefna t.d. jólatréð, pakkarnir, ljósin og matarveislurnar svo ekki sé minnst á jólasveinanna. Ekkert af þessu getur talist kristið. Það er meirað segja mjög vafasamt að tala um stjörnunar sem kristin tákn. Á mínu heimili (ólst upp á kristnu heimili) voru aldrei englastyttur, en ég man eftir að það var módel af kirkju og módel af fjárhúsi, jötu og vitrinum og eitthvað. Raunar er það eina kristna sem ég man úr mínu jólahaldi.
Öll menningarsamfélög velja sér ákveðinn tímapunkt fyrir hátíðir þar sem fjölskyldur koma saman og eiga glaða stund. Kínverjar gera þetta á haustin, Bandaríkjamenn gera þetta á þakkargjörðarhátíðinni og um jólin, en við gerum þetta aðallega um jólin. Þetta snýst ekki um trú, þetta snýst um að gleðjast þegar skammdegið er sem lengst og að njóta samvista ástvina sinna.
Íslendingar hafa haldið notað orðið jól yfir þessa hátíð lengur en þeir hafa verið kristnir. Þetta er mjög rótgróin viðburður í hugum okkar flestra og þarf ekki að tengjast kristniburði nema í hugum þeirra sem telja krist akkeri í lífi sínu, þeir hafa nefnilega tilhneigingu til þess að setja gamla krosslaf í forsæti í hvert skipti sem tilefni er til þess að gleðjast. Það er allt í lagi, svo lengi sem sannur andi jólanna gleymist ekki, gleðin og fjölskyldan.
Þannig að trúleysingar eiga ekki að eiga í nokkrum vandræðum með að halda hátíðleg jól.