Nú veit ég ekkert hvað ég á að gefa foreldrum mínum í jólagjöf. Mér finnst þau aldrei vera ánægð með það sem ég gef þeim, leiðinlegt en satt, og mig langar að gefa þeim eitthvað fallegt afþví þau hafa hagað sér ágætlega þetta árið.
Ég hef prófað að gefa þeim ýmislegt, ilmvötn, dvd diska og geisladiska(ennþá í plastinu btw…), og auðvitað ýmislegt sem maður gerði í handiðnatímum í grunnskóla (ég hef bara aldrei verið neitt sérstaklega góð í svoleiðis).
Ég myndi helst vilja gefa þeim einhverjar bækur, en bækur eru bara aaalltof dýrar fyrir bláfátæka námsmenn.
Semsagt, einhverjar hugmyndir? Fallegt, ódýrt, nothæft, og ekki eitthvað sem ég föndraði sjálf.
Vonast eftir góðum svörum!