Ég er að vinna í sjoppu, í gær var ég að vinna og þá tók ég eftir því að það er komin jólamjólk. Það eru líka nokkrar búðir farnar að skreyta hjá sér og Bónus býður upp á jólaskraut. Ég er farin að heyra eitt og eitt jólalag hjá krökkum sem geta ekki beðið og í tónlistaskólanum er farið að tala um hvað eigi að æfa fyrir jólin.
Venjulega á þessum tíma byrja ég að finna fyrir spenningnum. Ég reyni eins og ég get að halda þessu aðeins niðri og spara það fram að jólum. En núna finn ég varla neina tilhlökkun. Mér finnst það ekkert svo slæmt, en það er skrítið :S
Kannski er það líka af því ég er annað árið mitt á heimavist, hef ekki komið heim til mín í meira en mánuð og það er nákvæmlega ekkert sem minnir mig á jólin (ég fann smá spennu þegar snjóaði um daginn). Ég held að ég eigi eftir að byrja að hlakka til um leið og ég kem heim næst, eða ef það fer að snjóa :)
Hafið þið lent í þessu? Eru ekki allir farnir að hlakka til núna? :)