Tjah… Myndi ekki segja að ég væri trúaður.
Held samt upp á jólin, þetta er bara svo æðisleg hátíð =} Skreyta, borða góðan mat, gefa gjafir, og andrúmsloftið er svo gott eitthvað. Þetta þjappar fólki saman, hitti í jólaboðum ættinga sem ég hitti allt of sjaldan, sem er ágætt.
Svo er þetta svo þægileg tilbreyting á svartasta vetrartímabilinu, lýsir upp og svona.
Ég hef aldrei farið í kirkju á aðfangadag, enginn úr fjölskyldunni minni hefur gert það, og ég sé ekki fram á að það breytist. Jólin eru ekki bara til að fagna aðalsöguhetjunni í dæmisögum.