Ég er búinn að hlakka til sumarsins alveg frá því í nóvember þegar sólin skein inn um gluggatjöldin og ég hélt að það væri sumarveður.Ég hlakkaði og hlakkaði í langan tíma þar til í gær.
Loksins er sumarið komið og allt brosir til hins betra þá rennur spilastokkurinn minn yfir lagið Jólabjór með Parket.
Þetta lag er þemalagið fyrir vetur í mínum huga og þetta eyðilagði sumartilfinninguna. Ég var byrjaður að hugsa mér 20-30 cm djúpan snjó sem maður yrði að arka til að komast í teiti, myrkrið og ljósin.
Það er eins og ævi minni hafi verið spólað fram um hálft ár.
nú er júní, gáum hversu margir lesa þessa grein á /jólin :D
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig