Ljósin, jólaljósin, lýsa upp skammdegið. Ég geng í gegnum götuna, allflest húsin vel upplýst og falleg, dásamleg sjón. Hvað er betra en að taka sér frí eitt kvöld frá jólastússi, fara út að ganga einn með sjálfum sér, skoða hvernig ljósin sindra í myrkrinu og vera með kveikt á rólegum og fallegum jólalögum í iPodinum? Fátt held ég…
Ég er ekki að trúa þessu, þetta sem ég skrifaði í sögu um daginn varð að veruleika rétt áðan. Að bera út fréttablaðið á Þorláksmessukvöld er yndislegt, sérstaklega í veðrinu sem er úti, stillt, ekki of kalt, engin úrkoma, snjóbreiða yfir öllu, yndislegt, besta byrjun á aðfangadegi sem ég get huxað mér.
En vá, ég hlakka til kveldsins, nokkrir pakkar komnir undir tréð, og ég sé stóran pakka frá mömmu og pabba til mín, þó að stærðin vísi ekki endilega á gæðin, þá er bara svo barnsleg spenna sem fylgir risastórum pökkum, víí.
Gleðileg jól, ég vona að þú og þínir hafi það gott, og farsælt komandi ár. :}